Lífeyrir og lífeyrissjóður, lifeyrir.is

Fréttir

 • 30.09.2016

  Sameinaði og Stafir sameinast í Birtu lífeyrissjóði

  Sjóðfélagar Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs samþykktu einróma og mótatkvæðalaust á aukaársfundum sínum í gær að sameina sjóðina. Í kjölfarið var haldinn stofnfundur nýja sjóðsins þar sem nafn hans var kynnt Birta lífeyrissjóður. Góð stemning var á báðum fundum og var sameiningin samþykkt með dynjandi lófataki. Það telst til tíðinda að svo stórir lífeyrissjóðir sameinist og sameinaðir verða þeir fjórði stærsti lífeyrissjóður landsmanna með yfir 18000 virka sjóðfélaga og hreina...

 • 21.09.2016

  Aukaársfundur 29. september 2016

  Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 29. september 2016 á Grand Hóteli, Sigtúni 38, Reykjavík og hefst kl. 16.00. Á fundinum verður kynnt og borin upp tillaga stjórnar Sameinaða lífeyrissjóðsins um sameiningu sjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs. Allir sjóðfélagar velkomnir! Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins

 • 31.08.2016

  Sjóðfélagafundur um sameiningarmál

  Á sjóðfélagafundi Sameinaða lífeyrissjóðsins, sem haldinn var á Grand hóteli í Reykjavík í gær, var fyrirhuguð sameining við Stafi lífeyrissjóð kynnt. Á sama tíma var haldinn í næsta sal sams konar fundur með sjóðfélögum í Stöfum lífeyrissjóði. Eftir sameiningarviðræður síðustu vikna er það niðurstaða beggja stjórna að sameining Stafa og Sameinaða sé til hagsbóta. Með henni verði hægt að auka hagkvæmni í rekstri og draga úr áhættu og efla þjónustu við sjóðfélaga. Á fundunum voru forsendur...

 • 26.08.2016

  Sjóðfélagafundur um sameiningarmál

  Sameinaði lífeyrissjóðurinn boðar til sjóðfélagafundar, til þess að kynna væntanlega sameiningu við Stafi lífeyrissjóð, þriðjudaginn 30. ágúst 2016 kl. 17 á Grand Hóteli Reykjavík. Allir sjóðfélagar velkomnir! Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins

Tilkynningar