Lífeyrir og lífeyrissjóður, lifeyrir.is

Fréttir

 • 23.06.2016

  Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Stafir lífeyrissjóður hefja formlegt sameiningarferli

  Sameiginleg yfirlýsing sjóðanna:,, Stjórnir Sameinaða lífeyrissjóðsins og Stafa lífeyrissjóðs hafa samþykkt að hefja formlegt samrunaferli með það að markmiði að bera sameiningu sjóðanna undir atkvæði á aukaársfundum í haust. Stjórnir beggja sjóða staðfestu þetta í dag í ljósi niðurstöðu könnunarviðræðna sem hófust í maí sl. Framundan er að staðfesta tryggingafræðilegar forsendur, fara yfir eignir og eignamat og framkvæma áreiðanleikakönnun hjá báðum sjóðum. Samþætta þarf samþykktir sjóðanna og...

 • 15.06.2016

  „Lífeyrissjóðurinn þinn“

  Hún var stór stundin í gær í Saint Étienne í Frakklandi þegar Ísland mætti Portúgal á EM karla í fótbolta 2016. Stundin var líka stór fyrir lífeyrissjóðina því í auglýsingatíma útsendingarinnar var frumsýnd leikin auglýsing sem Dagur Hilmarsson og kvikmyndaframleiðandinn Republik ehf. gerðu fyrir Landssamtök Lífeyrissjóða. Allir lífeyrissjóðir landsins eru aðilar að samtökunum sem hafa meðal annars það hlutverk að hafa frumkvæði í þjóðmálaumræðu um málefni sjóðanna og lífeyrismál. Landssamtök...

 • 25.05.2016

  Við eldumst - hvernig bregst vinnumarkaðurinn við?

  Í 6. tbl. Vefflugunnar er fjallað um öll þau helstu mál sem eru ofarlega á baugi í lífeyrissjóðakerfinu í augnablikinu. Meðal annars er rætt um hækkun eftirlaunaaldurs um tvö ár, sem fyrirhugað er að framkvæma í ákveðnum skrefum á næstu tólf árum og hvers vegna fýsilegt væri að auka hvata til seinkunar lífeyristöku fyrir þá sem geta og vilja. Þá er umfjöllun um mögulega sameiningu Stafa og Sameinaða lífeyrissjóðsins en hugmynd um sameiningu þessara lífeyrissjóða hefur verið hreyft við áður...

 • 23.05.2016

  Mikilvæg skilaboð til launagreiðenda

  Frá og með 1. júlí 2016 hækkar mótframlag launagreiðenda úr 8% í 8,5% samkvæmt kjarasamningi aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og fleiri við Samtök atvinnulífsins. Ákveðið hefur verið að fyrir þá aðila sem kjarasamningurinn tekur til skuli ráðstafa 0,5% hækkuninni þann 1. júlí næstkomandi í samtryggingu, þ.e. lögboðinn lífeyrissjóð.

Tilkynningar

 • 23.05.2016 09:25

  Mikilvæg skilaboð til launagreiðenda

  Frá og með 1. júlí 2016 hækkar mótframlag launagreiðenda úr 8% í 8,5% samkvæmt kjarasamningi aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands og fleiri við Samtök atvinnulífsins. 

  Ákveðið hefur verið að fyrir þá aðila sem kjarasamningurinn tekur til skuli ráðstafa 0,5% hækkuninni þann 1. júlí næstkomandi í samtryggingu, þ.e. lögboðinn lífeyrissjóð.